Alur Álvinnsla ehf

Heilsa-Öryggi

Alur álvinnsla leggur ríka áherslu á öryggi innan fyrirtækisins, bæði hvað starfsmenn og verktaka varðar. Við vinnum stöðugt að því að greina og stýra hættum í okkar umhverfi og stefnum á slysalausan vinnustað. Hjá Al Álvinnslu fá allir starfsmenn þjálfun í öryggismálum, kynntar eru verklagsreglur og þeim fylgt eftir með vikulegum fundum. Starfsmenn áhættumeta öll verk og halda vel utan um frávik sem kenna okkur að alltaf er hægt að læra af atvikum og koma í veg fyrir óhöpp og slys með góðum samskiptum og sameiginlegum markmiðum í öryggismálum.

Reglulega eru framkvæmdar úttektir öryggismála og markmiða, til þess að tryggja að gætt sé að öryggismenningu fyrirtækisins og framkvæmdar úrbætur sé þess þörf.

Öryggistrúnaðarmaður hefur sótt námskeið á vegum Vinnueftirlits Ríkisins og hefur umsjón með öryggismálum fyrirtækisins.

\n

Alur Álvinnsla skal ýta under opin samskipti um öryggi og heilsu á vinnustaðnum þar sem allir geta tjáð sig um óæskileg atvik eða hættulegar aðstæður.