Heilsa, öryggi
og umhverfi
Alur álvinnsla leggur ríka áherslu á öryggi innan fyrirtækisins, bæði hvað starfsmenn og verktaka varðar. Við vinnum stöðugt að því að greina og stýra hættum í okkar umhverfi og stefnum á slysalausan vinnustað. Hjá Al Álvinnslu fá allir starfsmenn þjálfun í öryggismálum, kynntar eru verklagsreglur og þeim fylgt eftir með vikulegum fundum. Starfsmenn áhættumeta öll verk og halda vel utan um frávik sem kenna okkur að alltaf er hægt að læra af atvikum og koma í veg fyrir óhöpp og slys með góðum samskiptum og sameiginlegum markmiðum í öryggismálum.
Reglulega eru framkvæmdar úttektir öryggismála, til þess að tryggja að gætt sé að öryggismenningu fyrirtækisins og gerðar úrbætur sé þess þörf.Öryggistrúnaðarmaður hefur sótt námskeið á vegum Vinnueftirlits Ríkisins og hefur umsjón með öryggismálum fyrirtækisins. Alur leggur áherslu á að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi.
Alur álvinnsla er hluti af Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga. Tilgangur vöktunarinnar er að meta það álag á umhverfið sem starfsemi á iðnaðarsvæðinu veldur. Umhverfisvöktunin 2017 fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem samþykkt er af Umhverfisstofnun, þar sem andrúmsloft, árvatn, gróður, grasbítar, lífríki sjávar og umhverfi flæðigryfja í sjó voru vöktuð. Samantektar skýrsla var unnin af Eflu og má nálgast niðurstöður og samantekt hér neðar.
Það er markmið Als Álvinnslu að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið. Við leitumst eftir skilvirkustu leiðum sem í boði eru þegar kemur að notkun hráefnis og orku, auk þess sem við erum í samstarfi við viðurkennda aðila á erlendu vísu til þess að endurvinna úrgang sem fellur til í endurvinnsluferli Als.
Allur úrgangur er flokkaður í verksmiðju Als og skilað til viðeigandi samstarfsaðila.
Alur Álvinnsla hefur það að markmiði að allur úrgangur verði endurnýttur eða endurunninn. Árlega eru framkvæmdar 2 útblástursmælingar sem Umhverfisstofnun hefur eftirlit með og einnig er grænu bókhaldi skilað á ári hverju til stofnunarinnar. Grænt bókhald má nálgast hér neðar.
Skrár
- Grænt bókhald 2012
- Grænt bókhald 2013
- Grænt bókhald 2014
- Grænt bókhald 2015
- Grænt bókhald 2016
- Grænt bókhald 2017
- Grænt bókhald 2018
- Grænt bókhald 2019
- Grænt bókhald 2020
- Grænt bókhald 2021
- Grænt bókhald 2022
- Grænt bókhald 2023
- Umhverfisvöktun 2016
- Umhverfisvöktun 2017
- Umhverfisvöktun 2018
- Umhverfisvöktun 2019
- Umhverfisvöktun 2020
- Umhverfisvöktun 2021
- Umhverfisvöktun 2022
- Umhverfisvöktun 2022 - Bæklingur