Alur Álvinnsla ehf

Um okkur

Alur Álvinnsla er staðsett á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga og felst meginstarfsemin í að taka við álgjalli sem til fellur við frumframleiðslu áls hjá álverinu í Straumsvík og Norðuráli á Grundartanga.

Alur hefur verið með starfsemi á Grundartanga frá árinu 2012, en fyrirtækið var stofnað í Helguvík árið 1998. Árleg framleiðsla áls er um 2.500 tonn af áli úr um 5 þúsund tonnum af álgjalli. Fyrirtækið hefur starfsleyfi til þess að taka á moti 15.000 tonnum af álgjalli árlega til ársins 2025.

Átta manns starfa hjá Al álvinnslu og hefur fyrirtækið samstarfsaðila í Bretlandi, Noregi og Þýskalandi, auk þess að hafa sótt heim verksmiðjur í Póllandi og Noregi.

Endurvinnum álið

Endurvinnsla áls dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Ál hefur þá sérstöðu að það má nýta aftur og aftur án þess að það tapi upprunalegum eiginleikum sínum. Einungis þarf um 5% af orkunni sem fór upphaflega í að framleiða álið til að endurvinna það.

Það þýðir að mikil verðmæti leysast úr læðingi við endurvinnslu álsins og færir það stoðir undir rekstur endurvinnslufyrirtækja víða um Evrópu.

Þá dregur orkusparnaður vegna endurvinnslu áls verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, enda verður almennt mest losun frá orkuvinnslunni við framleiðslu áls í heiminum.

#endurvinnumálið

Nánar

Fréttir

Endurvinnum álið

Efnt var til söfnunarátaks á áli í sprittkertum yfir hátíðarnar undir yfirskriftinni „Gefum jólaljósum lengra líf“

Lesa meira