Alur Álvinnsla ehf

Umhverfi

Það er markmið Als Álvinnslu að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið. Við leitumst eftir skilvirkustu leiðum sem í boði eru þegar kemur að notkun hráefnis og orku, auk þess sem við erum í samstarfi við viðurkennda aðila á erlendu vísu til þess að endurvinna úrgang sem fellur til í endurvinnsluferli Als.

Allur úrgangur er flokkaður í verksmiðju Als og skilað til viðeigandi samstarfsaðila.

Alur Álvinnsla hefur það að markmiði að allur úrgangur verði endurnýttur eða endurunninn. Árlega eru framkvæmdar 2 útblástursmælingar sem Umhverfisstofnun hefur eftirlit með og einnig er grænu bókhaldi skilað á ári hverju til stofnunarinnar. Grænt bókhald má nálgast hér neðar.

Alur álvinnsla er einnig hluti af Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga. Tilgangur vöktunarinnar er að meta það álag á umhverfið sem starfsemi á iðnaðarsvæðinu veldur. Umhverfisvöktunin 2017 fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem samþykkt er af Umhverfisstofnun, þar sem andrúmsloft, árvatn, gróður, grasbítar, lífríki sjávar og umhverfi flæðigryfja í sjó voru vöktuð. Samantektar skýrsla var unnin af Eflu og má nálgast niðurstöður og samantekt hér neðar.

Skrár